Einn af lykileiginleikunum til að hafa í lífinu er gróskuhugarfar. Einstaklingar með gróskuhugarfar eru líklegri til þess að leggja hart að sér, komast í gegnum hindranir, sækja í áskoranir, læra af mistökum, fá og gefa endurgjöf samanborið við þá sem eru með festuhugarfar. Í fyrirtækjum sem hafa gróskuhugarfar er meira traust og sálfræðilegt öryggi, samvinna, skuldbinding, helgun, vellíðan, þrautseigja og árangur. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa gróskuhugarfar til að aðlagast breytingum og mæta áskorunum sem fylgja stafrænni umbreytingu.
Í vinnustofunni er fjallað um hvað gróskuhugarfar er ásamt hagnýtum verkefnum til að innleiða það í líf og starf. Vinnustofan er kjörinn fyrir stjórnendur og teymi.