Þjálfunarsálfræði

Í grunninn er þjálfunarsálfræði (e. Coaching Psychology) aðferð til að bæta frammistöðu og vellíðan í persónulega, félagslega og faglega lífinu. Þjálfunarsálfræði er byggt á kenningum, aðferðum og inngripum sem hafa komið fram í sálfræðinni undanfarna áratugi. Ég nota þjálfunarsálfræði til að hjálpa einstaklingum og teymum að finna sína eigin leiðir til að vaxa í lífinu. 

VINNUSTOFUR

Vinnustofur er kjörin leið til að hagnýta verkfæri úr sálfræðinni til þess að ná auknum árangri, bæta samskipti og efla samvinnu.

Vinnustofurnar hjálpa fyrirtækjum og teymum að hraða leiðum í átt að lykilmarkmiðum og yfirstíga áskoranir sem verða á vegi þeirra

TEYMISÞJÁLFUN

Það er í eðli okkar að vinna í teymum – við þróuðumst með því að vinna saman að því að tækla verkefni sem hjálpaði okkur að komast af. Teymisþjálfun er tiltölulega nýskriðin á vinnustaði en hefur lengi verið þekkt í íþróttum. Munurinn er sá að aðal áhersla teymisþjálfunar í íþróttum er að vinna keppinautana á meðan teymisþjálfun vinnustaða einblínir mest á samvinnu og stuðning innan teymis. 

TEYMISÞJÁLFUN

Það er í eðli okkar að vinna í teymum – við þróuðumst með því að vinna saman að því að tækla verkefni sem hjálpaði okkur að komast af. Teymisþjálfun er tiltölulega nýskriðin á vinnustaði en hefur lengi verið þekkt í íþróttum. Munurinn er sá að aðal áhersla teymisþjálfunar í íþróttum er að vinna keppinautana á meðan teymisþjálfun vinnustaða einblínir mest á samvinnu og stuðning innan teymis. 

FYRIRLESTRAR

Tíu skref - í átt að innihaldsríkara lífi

Fyrir nokkrum árum síðan ákvað knattspyrnumaðurinn og sálfræðineminn Bergsveinn Ólafsson að setjast niður og kortleggja á tveimur vikum hvað einkenndi innihaldsríkt líf. Ekki leið á löngu uns hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Það vakti talsverða athygli þegar Bergsveinn, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni, ákvað að fylgja hjartanu og leggja skónna á hilluna skömmu fyrir mót. Með ástríðuna og kunnáttu úr jákvæðri sálfræði að vopni hefur Beggi nú kortlagt tíu skref í átt að innihaldsríkara lífi. 

Betri í dag en í gær

Markmiðið hans Begga er gera allt í sínu valdi til að hjálpa fólki að vaxa í lífinu með aðferðum og inngripum úr sálfræði. Lífið er fullt af erfiðleikum og áskorunum en á sama tíma er það ævintýri með fullt af tækifærum. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir þætti sem styðja einstaklinga og teymi í sinni vegferð í átt að heilsusamlegu, árangursríku og þýðingarfullu lífi.

NÁMSKEIÐ

Námskeiðið Betri í dag en í gær er fyrir þá sem vilja leggja vinnu í efla sjálfan sig og aðra í lífinu. Það er engin ein leynileið að því að verða betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Það þarf hinsvegar að staldra aðeins við í þessum hraða heimi sem við lifum í og spyrja sig mikilvæga spurninga eins og hvað maður vilji í lífinu, hver maður er og hvað sé manni mikilvægast. Svo þarf maður að vilja svara þeim spurningum og gera allt í sínu valdi til að uppfylla þau svör.

NÁMSKEIÐ

Námskeiðið betri í dag en í gær er fyrir þá sem vilja leggja vinnu í efla sjálfan sig og aðra í lífinu. Það er engin ein leynileið að því að verða betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Það þarf hinsvegar að staldra aðeins við í þessum hraða heimi sem við lifum í og spyrja sig mikilvæga spurninga eins og hvað maður vilji í lífinu, hver maður er og hvað sé manni mikilvægast. Svo þarf maður að vilja svara þeim spurningum og gera allt í sínu valdi til að uppfylla þau svör.

Beggi Ólafs | kt. 090992-2019 | Bæjarhraun 6 | s. 6937227 | beggiolafs [at] beggiolafs.com | Skilmálar

Þessi síða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Sjá skilmála um vafrakökur