Einn aðili tekur eitt spil úr spilastokknum og svarar þeirri spurningu sem spurt er. Þegar sá aðili er búinn að svara, þá fer stokkurinn á næsta aðila, hann tekur upp næstu spurningu og ferlið endurtekur sig.
Mikilvægt er að þið hafið í huga að það er á ykkar ábyrgð að taka þátt í spilinu og hvaða áhrif það hefur á ykkur í framhaldinu. Spilið inniheldur stórar og krefjandi spurningar inn á milli. Ef ykkur finnst einhverjar spurningar of óþægilegar, þá getið þið alltaf sagt pass. Það sem er mikilvægast umfram allt: Hlustaðu á aðra eins og þú vilt að aðrir hlusti á þig.
Með von um að spilið verði kveikurinn að innihaldsríkum samræðum og færi ykkur aukna sjálfsþekkingu og betri tengsl.
3.990kr. 3.192kr.