Einn af lykileiginleikunum til að hafa í lífinu er gróskuhugarfar. Einstaklingar með gróskuhugarfar eru líklegri til þess að leggja hart að sér, komast í gegnum hindranir, sækja í áskoranir, læra af mistökum, fá og gefa endurgjöf samanborið við þá sem eru með festuhugarfar. Í fyrirtækjum sem hafa gróskuhugarfar er meira traust og sálfræðilegt öryggi, samvinna, skuldbinding, helgun, vellíðan, þrautseigja og árangur. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa gróskuhugarfar til að aðlagast breytingum og mæta áskorunum sem fylgja stafrænni umbreytingu.
Í vinnustofunni er fjallað um hvað gróskuhugarfar er ásamt hagnýtum verkefnum til að innleiða það í líf og starf. Vinnustofan er kjörinn fyrir stjórnendur og teymi.
Ef þú veist ekki og skilgreinir ekki hvað þú vilt og hver þú vilt vera og hvernig þú átt að fara að því að láta það verða að veruleika munt þú aldrei ná því sem þú vilt. Ef þú gerir það hinsvegar getur þú fengið og orðið það sem þú vilt vera.
Þeir sem setja sér markmið reglulega líður betur, eru heilsusamlegri, öðlast meiri hvatningu og taka betri ákvarðanir. Markmið móta dagana í lífinu okkar og hjálpa okkur að verða sá einstaklingur sem við viljum vera. Þau gefa okkur tilgang og ánægju.
Í vinnustofunni er farið í ítarlega markmiðasetningu sem hjálpar okkur að verða sá einstaklingur sem við getum orðið á þremur sviðum lífsins: Faglega sviðinu, félagslega sviðinu og persónulega sviðinu.
“Markmiðavinnustofan hjá Begga var skemmtileg og fékk mig til að skoða mín markmið vel. Ég hef sjálf unnið töluvert með markmið og þarna fékk ég frábært tækifæri til að setja ný markmið, endurmeta stöðuna á núverandi markmiðum og setja upp skýr verkefni til þess að ná þeim. Þá gaf vinnustofan mér tækifæri til að horfa yfir farinn veg og sjá þann árangur sem hefur nú þegar náðst sem maður gleymir alltof oft að fagna. Ég mæli því heilshugar með markmiðavinnustofunni og hvet alla sem vilja að setja sér markmið í starfi og einkalífi til að taka þátt.”
Það sem hjálpaði okkur að lifa af í gamla daga var samvinna. Það sem mun hjálpa okkur við að takast á við áskoranir framtíðarinnar er samvinna. Samvinna er samasem vinna. Bæði í þeim skilningi að samvinna kostar vinnu og að ef hún er árangursrík erum við líklegri til að ná okkar markmiðum.
Í vinnustofunni er skilgreinum við hvað samvinna er, leiðir til að efla hana og farið verður yfir hvað einkennir umhverfi þar sem einstaklingar vinna saman. Einstaklingar taka þátt í hagnýtum æfingum sem stuðlar að árangursríkri samvinnu.
Vinnustofan er kjörinn fyrir stjórnendur, teymi og íþróttalið
“Mér fannst vinnustofan mjög áhugaverð og ég tók marga punkta út úr henni sem ég er búinn að hugsa mikið um og ætla að reyna að tileinka mér. Stjórnendurnir voru mjög ánægðir með Begga og vinnustofuna.”