Beggi er einlægur einstaklingur sem hefur mikla ástríðu fyrir að hjálpa fólki að þroskast og öðlast eins innihaldsríkt líf og mögulega hægt er. Beggi er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann er doktorsnemi í sálfræði og gaf út bókina Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi árið 2020. Beggi hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hann var fyrirliði mest allann sinn feril og varð meðal annars Íslandsmeistari með FH árið 2016. Beggi hefur verið að hjálpa einstaklingum með aðferðum úr sálfræði í fimm ár við góðan orðstír.
Beggi hefur haldið um 100 fyrirlestra með góðum árangri fyrir rúmlega 7000 manns. Hann hefur unnið með nokkrum af öflugustu fyrirtækjum á Íslandi og þjálfað verulega árangursríka einstaklinga. Ásamt 7 ára sálfræðinámi hefur hann eytt mörgum tugum þúsunda í að afla sér vitneskju um sálfræði, vellíðan og heilsu. Markhópurinn hans Begga er fjölbreyttur og honum finnst sérstaklega skemmtilegt að aðlaga hvert verkefni að hverju tilefni fyrir sig.
Vinnan hans Begga er að mestu leyti byggð á sálfræði, persónulegri reynslu og stöðugrar þróunar. Hann vinnur sjálfstætt við þjálfunarsálfræði, fyrirlestra, vinnustofur, námskeið og greiningar. Beggi vinnur með fjölbreyttum einstaklingum, fyrirtækjum, íþróttafélugum, leiðtogum og teymum við persónuleg, félagsleg og fagleg markmið.
Beggi upplifði svokallað aha augnablik þegar ég var 17 ára gamall B-liðsmaður í fótbolta. Hann var að horfa á A-liðið keppa og ég hugsaði með sér: „Vá hvað mig langar að vera í þessu liði.“ Á þessu augnabliki breyttist lífið hans Begga. Hann fattaði að það var á hans ábyrgð að uppfylla það sem honum langaði í lífinu. Hann byrjaði að vinna markvisst í að þróa og þroska sjálfan sig.
Hann byrjaði að æfa aukalega, taka mataræðið í gegn og efla hugarfarið. Það komst fátt annað að en að stefna að því að verða atvinnumaður í fótbolta. Þegar Beggi áttaði sig á að hann gat líka vaxið á öðrum sviðum lífsins kom þessi svakalega ástríða fyrir sálfræði, vellíðan, heilsu og allt sem tengist persónulegri þróun. Þjálfunarsálfræði passaði því afar vel við Begga þar sem hann elskar að hjálpa fólki að vaxa og blómstra. Það gefur honum mikið að hjálpa öðru fólki að líta öðruvísi á tilveruna, ná sínum markmiðum og að þróa hugrekki til að lifa fullnægjandi lífi.
Beggi hefur einstaklega góða nærveru og nær vel til fólks. Hann er metnaðarfullur og gerir allt sem hann skuldbindur sig í 100%. Hann er drifinn, ástríðufullur og þrautseigur. Beggi hefur góða leiðtogahæfni þar sem hann tekur á skarið og setur tóninn. Þrátt fyrir það hefur hann líka mikinn skilning fyrir þörfum ólíkra einstaklinga.
Það sem Beggi gerir er að hjálpa einstaklingum og teymum að skoða aðstæður, hugsun, hegðun, tilfinningar í nýju ljósi. Beggi telur mikilvægt að fólk átti sig á hvað er að gerast bæði innra með sér og fyrir utan sig og hvernig þessir þættir spila saman. Með þjálfunarsálfræði, fyrirlestrum, vinnustofum. Námskeiðum og greiningum getur Beggi breytt einstaklingum og teymum til betri vegar. Stór kostur við það er að hann nýtur þess í botn.