Í grunninn er þjálfunarsálfræði (e. Coaching Psychology) aðferð til að bæta frammistöðu og vellíðan í persónulega, félagslega og faglega lífinu. Þjálfunarsálfræði er byggt á kenningum, aðferðum og inngripum sem hafa komið fram í sálfræðinni undanfarna áratugi. Ég nota þjálfunarsálfræði til að hjálpa einstaklingum, stjórnendum og teymum að finna sína eigin leiðir til að vaxa í lífinu.
Fyrir mér er þjálfunarsálfræði traustar samræður þar sem einstaklingar fá rými til að skoða, plana og ákveða hvernig og hverju þeir þurfa að breyta til að miða áfram í lífinu. Það þurfa allir hjálp einhverntímann á lífsleiðinni og á þeim tímum er mikilvægt að fá góðan stuðning. Í þessu ferðalagi er ég ferðafélaginn þinn, fagmannlegur vinur þinn, þjálfarinn þinn eða hver sem þú vilt að ég sé á því augnabliki. Ég vil einungis vinna með fólki sem er tilbúið að fjárfesta í sjálfum sér og helga sig 100% í þetta ferðalag.
Til að taka þetta saman þá er þjálfunarsálfræði hreinskilið, opið og krefjandi samtal sem einblínir á það sem þú vilt vinna að og hver þú vilt vera. Það er staður til að velta hlutum fyrir sér, skilja sjálfan sig og lífið betur. Það er á þinni ábyrgð að fylgja samtalinu eftir og ef þú gerir það þá eru ansi miklar líkur á að það verði miklar breytingar á lífinu þínu.
Fyrir mér er þjálfunarsálfræði traustar samræður þar sem einstaklingar fá rými til að skoða, plana og ákveða hvernig og hverju þeir þurfa að breyta til að miða áfram í lífinu. Það þurfa allir hjálp einhverntímann á lífsleiðinni og á þeim tímum er mikilvægt að fá góðan stuðning. Í þessu ferðalagi er ég ferðafélaginn þinn, fagmannlegur vinur þinn, þjálfarinn þinn eða hver sem þú vilt að ég sé á því augnabliki. Ég vil einungis vinna með fólki sem er tilbúið að fjárfesta í sjálfum sér og helga sig 100% í þetta ferðalag.
Til að taka þetta saman þá er þjálfunarsálfræði hreinskilið, opið og krefjandi samtal sem einblínir á það sem þú vilt vinna að og hver þú vilt vera. Það er staður til að velta hlutum fyrir sér, skilja sjálfan sig og lífið betur. Það er á þinni ábyrgð að fylgja samtalinu eftir og ef þú gerir það þá eru ansi miklar líkur á að það verði miklar breytingar á lífinu þínu.