betri í dag en í gær

Námskeiðið betri í dag en í gær er fyrir þá sem vilja leggja vinnu í efla sjálfan sig og aðra í lífinu. Það er engin ein leynileið að því að verða betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Það þarf hinsvegar að staldra aðeins við í þessum hraða heimi sem við lifum í og spyrja sig mikilvæga spurninga eins og hvað maður vilji í lífinu, hver maður er og hvað sé manni mikilvægast. Svo þarf maður að vilja svara þeim spurningum og gera allt í sínu valdi til að uppfylla þau svör.

Við erum öll sammála því að lærdómur og menntun sé eitthvað sem við eigum að leggja áherslu á. Flugmenn læra á flugvél, vélvirkjar læra á tæki, eðlisfræðingar á flóknar stærðfræðijöfnur en samt hefur okkur aldrei verið kennt á lífið, sem er það dýrmætasta sem við eigum. Sjálfsvinna getur verið krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. 

Í námskeiðinu legg ég fyrir verkefni sem láta þig hugsa ýtarlega um þig og þitt líf. Alveg eins og lífið þá er námskeið ákveðin vegferð. Það er byggt upp á sannreyndum inngripum úr sálfræði, vísindum, eigin reynslu og hugmyndafræði. Ég rannsakaði t.d. nokkur inngrip sem eru í námskeiðinu í MSc ritgerðinni minni og þær sýndu mér svart á hvítu að þær bera árangur.  

Aðalmarkmiðið með námskeiðinu er að þú verðir betri einstaklingur eftir það heldur en þú varst fyrir það. Ég hef lagt gífurlega mikla vinnu í námskeiðið og ég trúi innilega að það geti haft góð áhrif á lífið þitt ef þú leggur þig alla/n fram.

Ég mun halda námskeiðið fyrir einstaklinga og hópa í nákominni framtíð. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

betri í dag en í gær

Námskeiðið betri í dag en í gær er fyrir þá sem vilja leggja vinnu í efla sjálfan sig og aðra í lífinu. Það er engin ein leynileið að því að verða betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Það þarf hinsvegar að staldra aðeins við í þessum hraða heimi sem við lifum í og spyrja sig mikilvæga spurninga eins og hvað maður vilji í lífinu, hver maður er og hvað sé manni mikilvægast. Svo þarf maður að vilja svara þeim spurningum og gera allt í sínu valdi til að uppfylla þau svör.

Við erum öll sammála því að lærdómur og menntun sé eitthvað sem við eigum að leggja áherslu á. Flugmenn læra á flugvél, vélvirkjar læra á tæki, eðlisfræðingar á flóknar stærðfræðijöfnur en samt hefur okkur aldrei verið kennt á lífið, sem er það dýrmætasta sem við eigum. Sjálfsvinna getur verið krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. 

Í námskeiðinu legg ég fyrir verkefni sem láta þig hugsa ýtarlega um þig og þitt líf. Alveg eins og lífið þá er námskeið ákveðin vegferð. Það er byggt upp á sannreyndum inngripum úr sálfræði, vísindum, eigin reynslu og hugmyndafræði. Ég rannsakaði t.d. nokkur inngrip sem eru í námskeiðinu í MSc ritgerðinni minni og þær sýndu mér svart á hvítu að þær bera árangur.  

Aðalmarkmiðið með námskeiðinu er að þú verðir betri einstaklingur eftir það heldur en þú varst fyrir það. Ég hef lagt gífurlega mikla vinnu í námskeiðið og ég trúi innilega að það geti haft góð áhrif á lífið þitt ef þú leggur þig alla/n fram.

Ég mun halda námskeiðið fyrir einstaklinga og hópa í nákominni framtíð. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

námskeiðið er fyrir alla sem vilja:

  • Færast nær því að verða einstaklingarnir sem þeir vilja og lífinu sem þau vilja lifa.

  • Átta sig á að þau geta gert miklu meira en þau halda.

  • Kynnast sjálfum sér betur.

  • Verða meðvitaðri um hvað sé hægt að gera í eigin valdi til að bæta sjálfan sig og aðra í lífinu.

  • Fá verkfæri til að eiga við erfiða verkefnið sem lífið er.

  • Verða betri, ánægðari og öflugari einstaklingar

  • Upplifa frekari tilgang með lífinu

Fólk mun læra að:

  • Þekkja sjálfan sig betur

  • Skilgreina hvað það vill og skýra áætlun til að láta það verða að veruleika

  • Taka ábyrgð á eigin lífi

  • Átta sig á hvað er þeim mikilvægast í lífinu

  • Síðast en ekki síst: Hvernig þau geta orðið betri einstaklingar í dag heldur en í gær

Beggi Ólafs | kt. 090992-2019 | Bæjarhraun 6 | s. 6937227 | beggiolafs [at] beggiolafs.com | Skilmálar

Þessi síða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Sjá skilmála um vafrakökur