FYRIRLESTRAR

FYRIR-
LESTRAR

BETRI Í DAG EN Í GÆR

Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir sálfræðilega máttarstólpa sem styðja einstaklinga í sinni vegferð í átt að heilsusamlegu, árangursríku og innihaldsríku lífi. Beggi lýsir á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig einstaklingar geta axlað ábyrgð á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig hægt sé að fara skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að ná markmiðunum sínum. Með því að horfa á fyrirlesturinn geta einstaklingar öðlast verkfæri til að vaxa persónulega, faglega og félagslega í lífinu og sem afleiðing af því verður lífið innihaldsríkara.

Enginn fyrirlestur er eins. Beggi aðlagar fyrirlesturinn eftir aðstæðum svo hann henti hverju tilefni sem allra best. Að fjárfesta í þjónustu sem eykur persónulega, faglega og félagslega vellíðan skilar sér margfalt til baka. Vellíðan og helgun starfsfólks er algjört lykilatriði í velgengi fyrirtækja. Helgað starfsfólk sem líður vel afkastar meiru, eru ánægðari í lífi og starfi, eru sjaldnar fjarverandi frá vinnu og ólíklegri til að lenda í kulnun. Þessi fyrirlestur hentar fyrirtækjum, hópum, félögum, stofnunum og hópum afar vel.

BETRI Í DAG EN Í GÆR

Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir sálfræðilega máttarstólpa sem styðja einstaklinga í sinni vegferð í átt að heilsusamlegu, árangursríku og innihaldsríku lífi. Beggi lýsir á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig einstaklingar geta axlað ábyrgð á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig hægt sé að fara skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að ná markmiðunum sínum. Með því að horfa á fyrirlesturinn geta einstaklingar öðlast verkfæri til að vaxa persónulega, faglega og félagslega í lífinu og sem afleiðing af því verður lífið innihaldsríkara.

Enginn fyrirlestur er eins. Beggi aðlagar fyrirlesturinn eftir aðstæðum svo hann henti hverju tilefni sem allra best. Að fjárfesta í þjónustu sem eykur persónulega, faglega og félagslega vellíðan skilar sér margfalt til baka. Vellíðan og helgun starfsfólks er algjört lykilatriði í velgengi fyrirtækja. Helgað starfsfólk sem líður vel afkastar meiru, eru ánægðari í lífi og starfi, eru sjaldnar fjarverandi frá vinnu og ólíklegri til að lenda í kulnun. Þessi fyrirlestur hentar fyrirtækjum, hópum, félögum, stofnunum og hópum afar vel.

VERTU LEIÐTOGINN SEM ÞÚ VILT FYLGJA

Markmið fyrirlestrarins er að starfsfólk efli leiðtogahæfnina sína og séu meðvitaðri um áhrifin sem það hefur á aðra. Það geta allir verið leiðtogar en algengt er að einstaklingum vanti hugrekkið í að taka fyrsta skrefið til að leiða. Því fleiri leiðtogar sem eru til staðar í fyrirtækjum því líklegra er að það nái árangri. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir lykileiginleika sem góðir leiðtogar hafa svo starfsfólk geti hagnýtt þá þætti beint inn í starf og þar með náð því besta úr sjálfum sér og samstarfsfélögum sem eykur líkurnar á að fyrirtækið blómstri og nái hámarksárangri.

ÞETTA HÖFÐU ÞAU AÐ SEGJA

— Lýdía Huld Grímsdóttir, leiðbeinandi í Opna háskólanum í HR og mark- og stjórnendaþjálfi
Read More
Ég hafði samband við Begga og bað hann um að halda fyrirlestur fyrir nemendur í Hótelstjórnun og veitingahúsarekstri í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Óhætt er að segja að fyrirlesturinn hafi vakið mikla lukku. Umfjöllunarefnið var áhugavert, og brýnt fyrir unga leiðtoga og stjórnendur, og ljóst er að Beggi hefur einstaka hæfileika til að koma efninu þannig frá sér að áheyrendur fylgja allan tímann. Samskiptafærni hans var því mjög greinileg ásamt því sem einlægni, ástríða og jákvæð orka voru einkennandi. Ég gef Begga því mín bestu meðmæli. Hann er faglegur fyrirlesari sem vekur fólk á hvetjandi hátt til umhugsunar um leiðir að auknum vexti og bættum lífsgæðum. Beggi hefur stimplað sig inn í hóp fyrirlesara á Íslandi og á svo sannarlega vel heima á því sviði. Ég hlakka til að fylgjast með honum í framtíðinni.
— Hörður Unnsteinsson - Körfuboltaþjálfari
Read More
“Bergsveinn kom og hélt fyrirlesturinn sinn fyrir spennta og áhugasama körfuboltakrakka af Vesturlandi. Krakkarnir voru á aldrinum 12-16 ára og hafði ég smá áhyggjur fyrirfram af því að krakkarnir næðu að halda athygli allan tímann! Það er skemmst frá því að segja að það mátti heyra saumnál detta, Bergsveinn hélt þeim allan tímann með frábærri samskiptatækni sinni. Innihald fyrirlestursins var krökkunum mikið umhugsunarefni margar vikur á eftir, og sum þeirra spurðu hvort við gætum fengið hann aftur sem fyrst. Ég heyrði frá foreldrum vikuna eftir fyrirlesturinn og krakkarnir voru flest öll búin að vinna heimaverkefnið um markvissa markmiðarsetningu sem að Bergsveinn lagði fyrir þau. Ég get ekki mælt nógu mikið með Bergsveini sem fyrirlesara!”
— Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Read More
Beggi Ólafs er kraftmikill og faglegur fyrirlesari sem hefur greinilega ástríðu fyrir því að sjá fólk vaxa og kemur vel til skila því sem hjálpar þeim á sinni persónulegu vegferð. Hann hefur þægilega og skemmtilega nærveru. Mælum hiklaust með honum.
John Doe- Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir Skólameistari Borgarholtsskóla
Read More
Bergsveinn Ólafsson hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir nemendur Borgarholtsskóla og hafa þeir ávallt vakið mikla hrifningu. Bergsveinn er með einföld og góð ráð fyrir fólk til að hámarka árangur sinn og bæta sig á hinum ýmsu hliðum lífs, bæði hvað varðar nám, vinnu og einkalíf. Bergsveinn er nær einstaklega vel til nemenda, enda bráðskemmtilegur og með þægilega nærveru. Ég mæli svo sannarlega með fyrirlestrum Bergsveins fyrir alla aldurshópa.
Previous
Next

Beggi hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir:

Beggi Ólafs | kt. 090992-2019 | Bæjarhraun 6 | s. 6937227 | beggiolafs [at] beggiolafs.com | Skilmálar

Þessi síða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Sjá skilmála um vafrakökur