Það er í eðli okkar að vinna í teymum – við þróuðumst með því að vinna saman að því að tækla verkefni sem hjálpaði okkur að komast af. Teymisþjálfun er tiltölulega nýskriðin á vinnustaði en hefur lengi verið þekkt í íþróttum. Munurinn er sá að aðal áhersla teymisþjálfunar í íþróttum er að vinna keppinautana á meðan teymisþjálfun vinnustaða einblínir mest á samvinnu og stuðning innan teymis.
Flestir stjórnendur eru vel að sér í að vinna með tölur, staðreyndir og verkefni en að vera vel að sér í að efla mannlega þáttinn og vinna með tilfinningar, virkni og frammistöðu teymis er töluvert flóknara. Það er eins og það sé sjálfgefið að stjórnendur séu með innbyggða hæfni í mannlegum samskiptum og teymisuppbyggingu, að fá teymi til að vinna sem best saman, líða vel og hámarka frammistöðuna sína. Það er ekki alveg raunin því það er hægara sagt en gert að vera með alla þessa þætti á hreinu.
Teymisþjálfun snýst meðal annars um dýnamíkina í samböndunum milli aðila innan teymisins. Dæmi um það sem teymisþjálfarinn hjálpar til með er að eiga við ágreininga, bæta tilfinningagreind teymis og byggja og viðhalda viðeigandi kúltúr innan teymis. Teymisþjálfun snýst um að stjórna lykilferlum eins og markmiðasetningu og stjórnun, nýsköpun, ákvarðanatöku og samskiptum. Hún tekur mið af helgun, framleiðni og vellíðan, sálfræðilegs öryggis og tilgangi einstaklinga og teymis í heild sinni. Eðli teymisþjálfunar hverju sinni er háð þroskastiginu sem teymið er á, sérstökum einkennum og dýnamík teymisins.
Lykilverkefni teymisþjálfara er að hjálpa teyminu að bæta hæfni og þekkingu og að eiga við vandamál á áhrifaríkari máta heldur en þau geta sjálf. Til þess að fá teymi til að virka vel er því nauðsynlegt að notast við þjálfunarsálfræði með teyminu í heild sinni og einstaklingum innan teymisins. Beggi hefur hæfnina í að styðja ykkur í áttina að því að teymið þitt blómstri – árangur teymisins skilar sér alltaf í kjölfar þess.